Þarf mikla öryggisgæslu vegna morðhótanna

Söngkonan Taylor Swift.
Söngkonan Taylor Swift. mbl.is/AFP

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera heimsfrægur en söngkonan Taylor Swift þekkir það af eigin raun. Swift er afar vinsæl um þessar mundir en frægðinni fylgir líka hatur og mikil gagnrýni.

Swift lýsti því nýverið fyrir lesendum Esquire hversu mikla öryggisgæslu hún þarf vegna hótanna sem henni hafa borist undanfarið. Swift hefur m.a. fengið morðhótanir á Twitter og menn hafa mætt heim til hennar og hótað að ræna henni.

„Ég reyndi að vera án öryggisgæslu í langan tíma vegna þess að ég vil eiga eðlilegt líf. Ég vil geta farið ein í bíltúr en ég hef ekki getað gert það í sex ár. Þeir [lífverðirnir] verða að vera í bíl fyrir aftan mig. Þetta er vegna þess að stór hópur manna hefur mætt heim til mín, mætt heim til móður minnar, og hótað að drepa mig, ræna mér eða giftast mér,“ sagði Swift.

„Þetta er sorglegt en ég reyni að hugsa ekki um þetta. Ég vil ekki vera hrædd og þegar ég hef öryggisgæslu þá þarf ég ekki að vera hrædd.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes