Telja halastjörnuna fljúgandi furðuhlut

Samsæriskenningarsinnar ganga gjarnan um með höfuðfat úr álpappír til að …
Samsæriskenningarsinnar ganga gjarnan um með höfuðfat úr álpappír til að verja heila sinn fyrir rafsegulbylgjum, hugsanalestri eða hugarstjórnun. Wikipedia

Það tók ekki langan tíma fyrir þess þenkjandi fólk að búa til samsæriskenningu um sögulega lendingu geimfarsins Philae á yfirborði halastjörnu í vikunni. Samkvæmt samsæriskenningarsinnunum er 67P/Churyumov-Gerasimenko fljúgandi furðuhlutur sem NASA og ESA reyna að fela fyrir jarðarbúum.

Samsæriskenningar eru vinsælt áhugamál rugludalla um allan heim en þeim hefur tekist að sjá samsæri úr öllu frá tungllendingunum, dauða Elvisar Presley, bólusetningum, árásunum 11. september og jafnvel ebólufaraldrinum. Því þarf ekki að undra að í samfélagi þeirra sem trúa því statt og stöðugt að geimverur heimsæki jörðina sé fólk byrjað að varpa fram kenningum sín á milli um eðli halastjörnunnar sem menn hafa nú lent á í fyrsta skipti.

Í pósti sem birtist á vefsíðunni UFOSightingsDaily er leiðangur Rosettu og Philae sagður tilraun bandarísku og evrópsku geimstofnanna NASA og ESA til þess að fela hið raunverulega eðli halastjörnunnar. Pósturinn er sagður vera frá uppljóstrara innan ESA sem tengir jafnvel myndir við póstinn sem eiga að lýsa „raunverulegu“ eðli halastjörnunnar.

„Ekki halda í eitt augnablik að geimstofnun myndi skyndilega ákveða að eyða milljörðum dollara til að byggja og senda geimfar í tólf ára ferðalag bara til að taka nærmyndir af handahófsvalinni halastjörnu sem flýtur í geimnum,“ segir í póstinum.

Í „raun“ hafi NASA byrjað að merkja útvarpsbylgjur frá óþekktri uppsprettu í geimnum þar sem halastjarnan er. Halastjarnan sýni merki um að vera með parta sem líkist vélum og yfirborð hennar sé ónáttúrulegt.

„Hvað sem þetta fyrirbæri er þá bað það ekki um að vera fundið eða kannað,“ segir höfundur póstsins alvarlegur í bragði.

Þá virkaði það sem olía á eld samsæriskenningarsinnanna þegar ESA birti upptöku af því sem kallað var „dularfullur söngur“ halastjörnunnar. Nú telja þeir sem aðhyllast samsæriskenninguna það vera brýnt að þýða þessi „skilaboð“ sem fyrirbærið sé að reyna að senda mönnum. Í raun og veru telja vísindamenn þó að „söngurinn“ sé titringur í segulsviðinu umhverfis halastjörnuna.

Frétt The Guardian um samsæriskenninguna um halastjörnuna

Yfirborð halastjörnunnar 67P/​Churyumov-Gerasimenko séð frá lendingarfarinu Philae. Sumir trúa því …
Yfirborð halastjörnunnar 67P/​Churyumov-Gerasimenko séð frá lendingarfarinu Philae. Sumir trúa því að halastjarnan sé í raun fyrirbæri á vegum geimvera. ESA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg