Hvött til að sofa hjá til að komast á toppinn

Mary J. Blidge.
Mary J. Blidge. AFP

Söngkonan Mary J. Blige segir tónlistariðnaðinn draga úr sterkum og sjálfstæðum konum. Hún segist hafa verið hvött til að stunda kynlíf gegn því að komast áfram í bransanum. 

Blidge kveðst hafa mótmælt þegar yfirmenn í tónlistariðnaðinum hvöttu hana til að sofa hjá í þeim tilgangi að komast á toppinn. „Þeir hata sterkar og sjálfstæðar konur.“

„Ég svaf aldrei hjá neinum til að komast á þann stað sem ég er á í dag, en þeir reyndu að láta mig gera það. Ég barðist á móti.“ Blidge kom fyrst almennilega fram á sjónarsviðið árið 1992 en hún er viss um að iðnaðurinn sé verri í dag en hann var þá hvað varðar framkomu við tónlistarkonur. „Þetta hefur klárlega versnað.“

Blidge segist hafa verið óörugg í langan tíma. „Ég er að upplifa besta tíma lífs míns. Ég er frjálsari en ég var. Ég hef sætt mig við hluti sem ég get ekki breytt og ég ætla ekki að afsaka mig fyrir að vera eins og ég er. Þegar ég var í kringum tvítugt þá var ég ekki örugg í eigin skinni,“ útskýrði Blidge og sagðist hafa líkað illa við bæði útlit sitt og persónuleika í gamla daga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes