Útskrifast 18 ára úr MH

Marta María Arnarsdóttir fer aldrei ólærð í próf.
Marta María Arnarsdóttir fer aldrei ólærð í próf.
Marta María Arnarsdóttir tók 9. og 10. bekk saman og stefnir á að klára MH á þremur og hálfu ári. Þegar hún er spurð að því hvernig hún fari að þessu segist hún aldrei fara í próf án þess að læra fyrir það.
„Það er nú enginn sérstakur galdur að klára menntaskólann „svona ung“. Ég fór ekki í 10. bekk í grunnskólanum mínum heldur tók 10. bekkjar prófin samhliða þeim í 9. bekk,“ segir Marta María Arnarsdóttir sem er nýorðin 18 ára. Marta María var í Háaleitisskóla og kom vel undirbúin í Menntaskólann við Hamrahlíð.
„Ég hef þurft að einbeita mér virkilega vel að náminu og stunda það af kappi til að ná þessu. Ég segi ekki að þetta komi allt af sjálfu sér. Ég fer aldrei í próf án þess að læra fyrir það, sem er reyndar ekki alltaf svo gáfulegt þar sem að það hefur kostað margan nætursvefninn. En maður uppsker eins og maður sáir. Ég er síðan á tveimur brautum í MH, málabraut og félagsfræðibraut. Ég gat einfaldlega ekki valið bara eina, svo margir spennandi áfangar í boði,“ segir hún.
Eftir útskrift úr Menntaskólanum við Hamrahlíð í desember stefnir Marta María á Hússtjórnarskólann í Reykjavík.
„Ég er mjög spennt að gera eitthvað annað en að læra í bókum en þar mun ég læra að elda almennilega, prjóna, sauma, vefa og bara að vera húsleg. Síðan stefni ég á íslensku í HÍ næsta haust,“ segir hún.

Dagurinn í dag hefur verið annasamur en Marta María og félagar hennar í MH eru að dimmittera.
„Við ákváðum að vera Bjarnabófarnir því það er einföld og skondin lausn fyrir hóp og ekki svo dýrt. Við létum síðan prenta MH númerin okkar á peysurnar en þau númer fengum við þegar við byrjuðum í skólanum. Dagurinn verður ábyggilega eftirminnilegur og við erum í ratleik í augnablikinu þar sem við erum að safna stigum með því gera alls konar hluti, t.d. að fara í kapphlaup við túrista, fá að afgreiða í búð, klappa dýri, fá að vera ofan á ókunnugum að gera armbeyjur og koma löggu til að hlæja.“
Marta María ætlar í Hússtjórnarskólann í Reykjavík.
Marta María ætlar í Hússtjórnarskólann í Reykjavík.
Þessi mynd var tekin af Mörtu Maríu og vinkonum hennar …
Þessi mynd var tekin af Mörtu Maríu og vinkonum hennar í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes