Var í annarlegu ástandi þegar hún svaf hjá Hefner

Hugh Hefner með þrem fyrrverandi kærustum sínum. Kendra Wilkinson er …
Hugh Hefner með þrem fyrrverandi kærustum sínum. Kendra Wilkinson er lengst til hægri. Kevin Winter

Raunveruleikastjarnan Kendra Wilkinson var aðeins 18 ára þegar hún byrjaði með Hugh Hefner og flutti inn í Playboy-höllina. Hefner var 78 ára á þeim tíma. Eins og gefur að skilja laðaðist Wilkinson ekki að Hefner á þessum tíma en núna hefur hún viðurkennt að hún hafi ávallt verið drukkin eða undir áhrifum eiturlyfja þegar hún stundaði kynlíf með honum.

Wilkinson er nú að skrifa æviminningar sínar og samkvæmt heimildum Daily Mirror fer hún vandlega yfir tímann sem hún eyddi í Playboy-höllinni.

„Ég var yfirleitt mjög drukkin þessi kvöld, mér var sama um allt þar til næsta dag. Ég þurfti að vera mjög drukkin eða vera búin að reykja mikið gras til að þrauka þessar nætur,“ skrifar Wilkinson sem er 29 ára í dag.

„Þetta var eins og vinna“

„Eftir um mínútu fór ég og þetta var búið. Þetta var eins og vinna. Stimpla inn, stimpla út. Það er ekki eins og ég hafi notið þess að sofa hjá honum.“

Wilkinson hefur þá viðurkennt að hún samþykkti að verða kærasta Hefner og flytja í Playboy-höllina vegna þess að hún var að flýja þann stað sem hún var á. Hún gerði sér ekki grein fyrir því hvað fólst í því að vera kærasta Hefners að eigin sögn.

„Ég bjó í pínulítilli íbúð og ég óskaði mér að komast þaðan,“ skrifar Wilkinson. „Hann bauð mér að vera hluti af Playboy-höllinni og ég þáði það, að sjálfsögðu. Ég fór þangað strax en ég vissi ekki að kynlíf væri innifalið.“

Kendra Wilkinson var aðeins 18 ára þegar hún byrjaði með …
Kendra Wilkinson var aðeins 18 ára þegar hún byrjaði með Hugh Hefner sem þá var 78 ára. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren