Keypti partýskinku og fleira fyrir 250.000

Erpur Eyvindarson.
Erpur Eyvindarson. Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

Rapparinn Erpur Eyvindarson keypti í matinn í Krónunni fyrir 250.000 krónur. Þegar hann var búinn að rústa einni innkaupakerru fékk hann sitt eigið vörubretti sem hann raðaði á. Það að versla í matinn er eitthvað sem hann gerir nú alls ekki reglulega en var til í tuskið þegar Víking og Jón Jónsson skoruðu á hann.

Mesta áskorunin var að mæta á æfingu með meistaraflokki FH og það fyrir hádegi. Erpur er ekki vanur að hreyfa sig mikið og heldur ekki að vakna svona snemma.

Þrátt fyrir að hafa fórnað líkama sínum og mannorði fyrir Jón og FH-mafíuna, eins og Erpur orðaði það, var hann ánægður með að mega „færa niðurlæginguna yfir á einhvern annan.“ Ákvað hann að skora á hljómsveitina Kaleo „að djassa upp og gettóa upp“ flutning á jólalagi og á það eflaust eftir að reynast hljómsveitinni aðeins auðveldara en fótboltaæfingin reyndist Erpi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes