Ólafur Elíasson fær fullt hús stiga

Verk Ólafs Elíassonar, Contact, sem er sýnt í París
Verk Ólafs Elíassonar, Contact, sem er sýnt í París Ljósmynd Ivwan Baan - af vef Ólafs Elíassonar

Gagnrýnandi Guardian gefur sýningu Ólafs Elíassonar, Contact, í nýju listasafni í eigu Louis Vuitton í París, fullt hús - eða fimm stjörnur. Sýningin opnaði í gær og stendur til 16. febrúar.

Jonathan Jones, gagnrýnandi Guardian segir að með sýningunni sanni Ólafur Elíasson að rómantísk list er ekki dauð, hún glói áfram í eldhafi sjóndeildarhringsins í verki Ólafs.

Fyrir 11 árum sýndi Ólafur verkið The Weather Project, í Túrbínusalnum í Tate Modern í Lundúnum og vakti það gríðarlega athygli og þykir eitt það besta sem þar hefur verið sýnt. En Jones telur að í nýju innsetningunni í París, í maga fisksins sem Frank Gehry hannaði sem listasafn stofnunar Louis Vuitton, jafni Ólafur metin eða jafnvel geri enn betur en fyrir 11 árum. „Þetta er list sem færir andlega vímu. Þetta er eitthvað sem óttast ekki að flytja þér eitthvað sem gerist í huga þér,“ skrifar Jones í gagnrýni sinni sem er hægt að lesa hér.

Vefur Ólafs Elíassonar þar sem hægt er að skoða myndir af verkinu

Verk Ólafs Elíassonar sem sýnt er í París.
Verk Ólafs Elíassonar sem sýnt er í París. Ljósmynd Ivwan Baan - af vef Ólafs Elíassonar
Verk Ólafs Elíassonar sem sýnt er í listasafni Louis Vuitton …
Verk Ólafs Elíassonar sem sýnt er í listasafni Louis Vuitton í París. Ljósmynd Ivwan Baan - af vef Ólafs Elíassonar
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav