Tjáir sig um barnaníðið við Katie Couric

Leikarinn Stephen Collins.
Leikarinn Stephen Collins. AFP

Leikarinn Stephen Collins viðurkennir að hafa beitt þrjár ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi fyrir um fjórum áratugum. Játning hans náðist nýverið á upptöku þegar hann og eiginkona hans leituðu til ráðgjafa eftir að upp komst um ofbeldið. Fréttastofa TMZ komst svo yfir upptökuna og birti hana á heimasíðu sinni.

„Ég er mannlegur og hef galla,“ sagði Collins í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem hann fór í eftir að málið var opinberað í fjölmiðlum. Hann úrskýrði fyrir spyrlinum Katie Couric að hann hefði þó ekki viljað höndla málið opinberlega. „Þetta kom upp á yfirborðið, ég vildi ekki að þetta kæmi upp á yfirborðið,“ segir Collins í sýnishorni úr viðtalinu. Viðtalið verður þá sýnt í fullri lengd á ABC sjónvarpsstöðinni í þættinum 20/20 á morgun, föstudag.

Collins er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum 7th Heaven.

Játningu Collins má hlusta í YouTube myndbandinu sem TMZ birti: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes