Sandler oflaunaðasti leikarinn

Adam Sandler hefur átt frekar slöku gengi að fagna undanfarin …
Adam Sandler hefur átt frekar slöku gengi að fagna undanfarin ár. AFP

Gamanleikarinn Adam Sandler er efstur á lista tímaritsins Forbes yfir oflaunuðustu leikarana í Hollywood, annað árið í röð. Þar hafði hann betur, eða verr eftir atvikum, en starfsbræður hans eins og Johnny Depp og Tom Hanks.

Samkvæmt gögnunum sem tímaritið byggði á skilar Sandler kvikmyndaverum að meðaltali 3,20 dollurum fyrir hvern dollara sem hann fær borgaðan. Það er lægsta hlutfall nokkurs leikara sem tímaritið skoðaði. Sandler lék síðast í myndinni „Grown Ups 2“ sem halaði inn 246 milljónum dollara á heimsvísu. Það var þó ekki nóg til að bæta upp fyrir aðrar myndir hans sem fóru flatt eins og „Jack and Jill“ og „That's My Boy“.

Johnny Depp var í öðru sæti á lista Forbes vegna nýlegra brotlendinga hans með myndunum „Lone Ranger“ og „Dark Shadows“. Listinn er reiknaður út frá áætluðum launum leikaranna að teknu tilliti til kostnaðar og hagnaðar þriggja síðustu kvikmynda þeirra.

Ben Stiller, Ryan Reynolds og Tom Hanks voru svo í þriðja til fimma sæti listans sem er líklega ekki sérlega eftirsóttur innan leikarastéttarinnar vestra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes