Áttræðisafmæli konungsins fagnað

Hundruð aðdáenda Elvis Presley komu saman við Graceland í Memphis í dag til að fagna afmæli rokkgoðsins. Presley hefði orðið áttræður í dag hefði hann lifað, en í tilefni dagsins skáru fyrrverandi eiginkona hans Priscilla og dóttir hans Lisa Marie átta hæða afmælistertu, sem aðdáendur gátu síðan gætt sér á á matsölustað gegnt Elvis-safninu.

Priscilla ávarpaði fjöldann og sagði m.a. að það hefði komið Presley skemmtilega á óvart að sjá svo marga aðdáendur fagna afmælisdegi hans.

„Ég myndi hvergi annars staðar vilja vera,“ sagði Lisa Marie, sem mætti í fylgd barna sinna fjögurra.

Presley lést árið 1977, aðeins 42 ára gamall. 108 laga hans hafa ratað inn á Billboard-listann yfir 100 „heitustu“ lögin og 129 plötur inn á Billboard 200-plötulistann. Síðasta útgáfa konungsins sem skaust inn á lista yfir best seldu plöturnar í Bandaríkjunum var safnalbúm sem kom út 2002.

Í tilefni afmælisins var m.a. efnt til uppboðs á minniháttar eigum Presleys. Til stendur að halda annað uppboð þar sem fjársterkir einstaklingar geta eignast tvær einkaþotur sem voru í eigu rokkgoðsins, en Priscilla og Lisa Marie hafa fordæmt sölu þeirra og segja græðgi ráða för.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson