Sverrir valinn besti leikarinn

Sverrir Guðnason.
Sverrir Guðnason. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Íslenski leik­ar­inn Sverr­ir Guðna­son hlaut verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki þegar sænsku kvik­mynda­verðlaun­in Gull­bjallan voru afhent við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem Sverrir hlýtur verðlaun á Gullbjöllunni fyrir kvikmyndaleik.

Sverr­ir var ann­ars veg­ar til­nefnd­ur - og vann til verðlauna - fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Flugpar­ken, þar sem hann er í aðal­hlut­verki, en einnig var hann tilnefndur sem aukaleikari fyrir leik í mynd­inni Gent­lemen. Í fyrra hlaut Sverrir verðlaun­in fyr­ir leik í kvik­mynd­inni Moniku Z.

Sverr­ir flutti ung­ur að árum til Svíþjóðar en hafði þá þegar stigið fyrstu skref­in í leik­list­inni hér á Íslandi. Hans fyrsta hlut­verk í Svíþjóð var í ung­lingaþátt­un­um Sex­t­on árið 1996 en síðan þá hef­ur hann leikið í ýms­um sjón­varpsþátt­um og kvik­mynd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes