Hættur í Blink-182

Tom DeLonge er lengst til vinstri á myndinni. Í miðjunni …
Tom DeLonge er lengst til vinstri á myndinni. Í miðjunni er Mark Hoppus og Travis Barker lengst til hægri. Af Wikipedia

Tom DeLonge, gítarleikari og söngvari bandarísku hljómsveitarinnar Blink-182 er hættur í sveitinni. Fyrrum hljómsveitarfélagar hans, Travis Barker og Mark Hoppus hafa staðfest þetta en sagt að „sýningin þurfi að halda áfram“. Þegar hefur verið ráðinn maður í stað DeLonge til þess að koma fram með sveitinni á tónlistarhátíð í mars. The Independent segir frá þessu.

DeLonge og Hoppus stofnuðu Blink-182 árið 1992. 

Sá sem tekur við af DeLonge er tónlistarmaðurinn Matt Skiba. Barker og Hoppus hafa sagst vera spenntir fyrir því að Skiba taki við og munu þeir koma fram á tónlistarhátíð í Orange County í Kaliforníu í Bandaríkjunum 22. mars. 

Sögðu þeir jafnframt í yfirlýsingu að sveitin myndi standa við allar sínar skuldbindingar.

„Við vorum tilbúnir til þess að spila á þessari hátíð og taka upp nýja plötu en Tom var alltaf að fresta upptökum án ástæðu. Viku áður en við ætluðum í hljóðverið fengum við tölvupóst frá umboðsmanni hans þar sem fram kom að hann hefði ekki lengur áhuga á að taka þátt í verkefnum með Blink-182 en ætli að vinna að sinni eigin tónlist,“ sagði í yfirlýsingu frá sveitinni.

Hér að neðan má sjá lag þeirra félaga í Blink-182 sem heitir Miss You. Óhætt er að segja að hörðustu aðdáendur sveitarinnar syngi þetta á einhverjum tímapunkti í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes