Jón Gnarr snýr aftur á Stöð 2 sem borgarstjórinn

Jón Gnarr og Jóga Jóhannsdóttir.
Jón Gnarr og Jóga Jóhannsdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Jón Gnarr fer með hlutverk borgarstjórans í Reykjavík í nýrri 10 þátta sjónvarpsseríu sem sýnd verður á Stöð 2. Aðstoðarmaður hans verður leikinn af Pétri Jóhanni Sigfússyni. Það kemur kannski ekki á óvart því saman léku þeir í vaktaseríunum þegar Jón var hinn óþolandi Georg Bjarnfreðarson og Pétur Jóhann lék Ólaf Ragnar sem keyrði um á jeppa sem hann kallaði læðuna og þráði ekkert heitar en að komast á sápukúludiskó á Benedorm.

„Jón hefur unnið að handritinu undanfarna mánuði ásamt höfundahópi sem samanstendur af Pétri Jóhanni, Ólafi Þorvalds og Hrefnu Lind Heimisdóttur. RVK studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, mun sjá um framleiðslu þáttanna en áætlað er að hefja tökur með haustinu og sýna þættina árið 2016 á Stöð 2,“ segir í fréttatilkynningu frá Stöð 2.

Georg Bjarnfreðarson.
Georg Bjarnfreðarson.


Í fréttatilkynningunni kemur fram að Jón segi hlutverk sitt og Péturs Jóhanns gjörólík í þessari þáttaröð og hann sé alls ekki að leika sjálfan sig sem borgarstjóra.

„Það er ekkert eins yndislegt eins og að vinna með Pétri Jóhanni Sigfússyni, það er náttúrulega bara heilandi, eins og að vera í hugleiðslu eða jóga,“ segir Jón.

Baltasar grínast með að Jón Gnarr hafi í raun orðið borgarstjóri til að geta í leyni skrifað þætti um borgarstjóra og hafi verið í stöðugri leit að karakterum fyrir þættina á meðan hann gegndi embætti. Hann útilokar ekki að leikstýra 1-2 þáttum í seríunni.

„Ég er bara að bíða eftir að Jón hringi í mig og biðji mig um það, ég myndi ábyggilega vera til í það,“ segir Baltasar. 

Jóhanna Margrét Gísladóttir sjónvarpsstjóri 365, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365, …
Jóhanna Margrét Gísladóttir sjónvarpsstjóri 365, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365, Baltasar Kormákur yfirframleiðandi RVK Studios og Magnús Viðar Sigurðsson yfirframleiðandi RVK Studios.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes