Sam Smith kom sá og sigraði

Breski tónlistarmaðurinn Sam Smith tók við verðlaunum í Los Angeles …
Breski tónlistarmaðurinn Sam Smith tók við verðlaunum í Los Angeles í gærkvöldi EPA

Breski sálarsöngvarinn Sam Smith átti sviðið á Grammy verðlaunahátíðinni vestanhafs í gærkvöldi en fyrir ári síðan vissu fáir hver söngvarinn var. Alls fékk Smith fern verðlaun á hátíðinni. Það var hins vegar Beck sem fór heim með verðlaunin fyrir albúm ársins.

Bandaríska söngkonan Beyonce og Pharrell Williams, sem gerði lagið Happy að almenningseign á árinu, fengu þrenn verðlaun hvor á uppskeruhátíð tónlistarfólks í Los Angeles í gærkvöldi.

Smith var  meðal annars valinn besti nýliðinn og eins átti hann lag ársins. Smith, sem starfaði sem barþjónn í Lundúnum þar til fyrir skömmu, þakkaði manninum sem hann varð ástfanginn af í fyrra því hann veitti Smith innblástur við að semja lagið „Stay With Me“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg