Kallar Ísland „goðsagnakenndan heim“

Aðalpersónur Fortitude.
Aðalpersónur Fortitude.

Norðurírski leikarinn Richard Dormer, sem leikur í bresku sjónvarpsþáttunum Fortitude, kallar Ísland „goðsagnakenndan heim“ í viðtali við tímaritið Esquire.

Íslendingar þekkja Dormer mögulega úr þáttunum Game of Thrones en þar leikur hann Beric Dondarrion. Í Fortitude leikur hann hins vegar leyndardómsfulla lögreglustjórann Dan Anderssen. Var Dormer hér á landi í þrjá mánuði við upptökur á þáttunum í fyrra en þeir voru frumsýndir á Sky Atlantic í siðasta mánuði.

Segist Dormer hafa farið í tveggja daga þyrluferð um Vatnajökul og tveggja daga sjóferð milli fjarða á hraðbát. „Svo vorum við líka á vélsleðum. Þetta var eins og að vera í James Bond-mynd. Það var mjög spennandi.“

Aðspurður hvort hann hafi einhvern tímann lent í hættu svarar Dormer því játandi. „Í fyrsta skipti á vélsleðanum festist eldsneytisgjöfin inni og ég klessti á vörubíl á um 50 kílómetra hraða. Sem betur fer var ég með loðhúfuna mína, ég hefði annars getað höfuðkúpubrotnað. Ég held að þetta hafi gerst á fyrstu dögunum. Ég rétt slapp.“

Viðtalið við Dormer í heild má sjá hér.

Borgaði sig að taka upp á Íslandi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg