„Skemmtilega öðruvísi nálgun að tónlist“

Kápa Vulnicura, nýjustu plötu Bjarkar.
Kápa Vulnicura, nýjustu plötu Bjarkar.

Vulnicura, nýjasta plata Bjarkar, er hennar persónulegasta verk hingað til, og markar nýtt stig í þróun tónlistar hennar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein margverðlaunaða tónlistargagnrýnandans Alex Ross á vef Guardian, þar sem hann rekur feril Bjarkar.

Vulnicura hef­ur hlotið góðar viðtök­ur og mikla um­fjöll­un í er­lend­um fjöl­miðlum. Platan kom út á iTu­nes í janúar en henni hafði verið lekið á netið og var því ákveðið að flýta út­gáf­unni um tvo mánuði. Minna en sól­ar­hring eft­ir að plat­an kom út hafði hún náð í fyrsta sæti vin­sæld­arlist­anna í yfir 30 lönd­um. 

Ross segir að þrátt fyrir áhuga Bjarkar á nýjustu þróun á stafrænum vettvangi sé er margt í tónlist hennar sem hljómi gróft og heimagert. Segir hann rætur hennar koma þa sterkt inn.

„Íslensku rætur Bjarkar stuðluðu mjög sennilega að skemmtilega öðruvísi nálgun hennar að  tónlist. Hún tilheyrði landfræðilega einangruðu samfélagi þar sem aldagamlar hefðir voru sterkar, og þar sem ungt fólk eyddi tíma sínum syngjandi í kórum, eins og kynslóðirnar á undan þeim höfðu gert,“ segir í greininni.

„Einhvern veginn misstum við af iðnbyltingu og módernisma og póstmódernisma,“ hefur Ross eftir Björk. „Við tókum stökk beint frá nýlendutímanum - við fengum ekki sjálfstæði fyrr en 1944 - inn í 21. öldina. Við gátum notið nánast ósnertrar náttúru á sama tíma og við sigldum inn í græna, teknó, internet-öld.“

Aðeins er hægt að nálg­ast Vulnicura á tón­list­ar­veit­unni iTu­nes en til stend­ur að gefa plöt­una út á geisladisk og vínyl plötu í mars. Í mars hefst jafn­framt sýn­ing um Björk og fer­il henn­ar í Muse­um of Modern Art, eða MoMA í New York í Banda­ríkj­un­um, og tón­leikaröð söng­kon­unn­ar í sömu borg. 

Hér má lesa grein Ross um Björk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes