Prestar fara á límingum yfir Jóni Gnarr

Prestar virðast ekki hafa mikla trú á Jóni Gnarr, fv. …
Prestar virðast ekki hafa mikla trú á Jóni Gnarr, fv. borgarstjóra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Pistill sem Jón Gnarr, fv. borgarstjóri, ritaði í Fréttablaðið á laugardag hefur farið verulega fyrir brjóstið á prestastétt landsins. Þeir hafa skrifað í blöðin og á samfélagsmiðla vegna lýsingar Jóns á trúarlífi sínu. Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur í Garðasókn, segir AA-hreyfinguna þurfa að taka út hluta 12 sporanna vegna skrifa Jóns.

Í pistlinum lýsti Jón því hvernig hann hafi reynt, og mistekist, að finna guð. Fólki sé frjálst að trúa því sem það vill svo lengi sem það haldi því fyrir sig og reyni ekki að setja honum reglur á grundvelli trúarhugmynda sinna. Fyrirsögn pistilsins var „Guð er ekki til“.

Jóna Hrönn er einn margra presta og annarra trúmanna sem hafa séð sérstaka ástæðu til þess að gagnrýna Jón fyrir þessi skrif sín. Hún skrifar á Facebook-síðu sína:

„Nú hefur hipsterinn, fyrrum borgarstjóri, verðandi forseti og leikari látið okkur vita að Guð sé ekki til. Nú þurfum við sem höfum tileinkað okkur 12 sporin að hugsa þetta alveg upp á nýtt. Í því ljósi þarf AA hreyfingin um allan heim að taka út nokkur lauflétt spor eins og nr. 2, nr.3, nr.5, nr.6, nr.8,nr.11,“ skrifar Jóna Hrönn sem segist ekki ætla að fara með trú sína í felur jafnvel þó að Jóni „finnist það tilvalið að jaðarsetja svona brjálæðinga eins og mig“.

Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur í Garðasókn.
Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur í Garðasókn. Sverrir Vilhelmsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren