Simpsons ekki í Bandaríkjunum

Myndin sem breytti lífi greinarhöfundar Slate.
Myndin sem breytti lífi greinarhöfundar Slate. 20th Century Fox Film Corp.

Þættirnir um Simpsons-fjölskylduna eiga að gerast í smábænum Springfield sem áhorfendur hafa fram að þessu gengið út frá að sé í Bandaríkjunum. Nú hefur stjörnufræðinjörður hins vegar komist að því að bærinn sé ekki í Bandaríkjunum heldur á suðurhveli jarðar.

Stjörnufræðingurinn Phil Plait skrifar grein á vefsíðuna Slate um þátt í nýjustu þáttaröðinni um fjölskylduna gulu þar sem eigandi SpaceX, Elon Musk, kemur fram í aukahlutverki. Honum krossbrá hins vegar þegar hann sá atriði þar sem Musk sést standa við glugga og horfa upp í næturhimininn.

„Þetta er augnablikið sem allt breyttist fyrir mér. Þessi frosna stund í tímanum þegar ég gerði mér grein fyrir því að Simpsons-fjölskyldan hafði logið að okkur í 26 ár,“ skrifar Plait.

Á himninum sem Musk starir upp í sést nefnilega tunglið og miðað við aðstæður ætti það að vera vaxandi sigð. Á norðurhveli jarðar benda horn tunglsins þá til vinstri, frá sólinni. Í Simpsons-þættinum benda hornin hins vegar til hægri.

„Það er aðeins ein útskýring. Springfield er alls ekkert í Bandaríkjunum. Hann er ekki einu sinni í okkar heimshluta. Springfield er á suðurhvelinu! Ég veit ekki einu sinni hvernig ég á að bregðast við þessum upplýsingum. Það er eins og...veröld minni hafi verið snúið á hvolf,“ skrifar Plait æstur en líklega í gamansömum tón.

Grein Plait á vefsíðunni Slate

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes