Madonna brákuð á hálsi

AFP

Tónlistarkonan Madonna brákaðist á hálsi þegar hún féll afturábak niður þrjár tröppur þegar hún flutti lagið „Living for Love“ á bresku Brit-tónlistarverðlaunahátíðinni í fyrrakvöld.

Madonna ætlar ekki að fara í Armani skikkjuna aftur á komandi sýningum. Þetta kom fram í viðtali við Jonathan Ross á ITV sjónvarpsstöðinni. „Ég meiddi mig ekki á rassinum en ég meiddi mig á höfðinu. Ég kann að detta enda hef ég oft dottið af hestbaki.“ 

Hún segir að það sem hafi því miður gerst sé að hún hafi brákast lítillega á hálsi og eins hafi hún fengið högg á hnakkann. „Því stóð maður yfir mér með leifturljós þar til um þrjúleytið um nóttina til þess að tryggja það að ég væri andlega heil,“ sagði Madonna í viðtalinu sem verður ekki birt í heild sinni fyrr en um miðjan mars. ITV birti hins vegar stiklu úr þættinum í dag. 

Madonna segir að hún hafi verið með skikkjuna of fast bundna um hálsinn en ætlunin var og þegar hún hafi gengið inn á sviðið líkt og drottning, hafi henni ekki tekist að losa skikkjuna. 

Hún segir að það hafi verið tvennt í stöðunni, annað hvort að vera kyrkt eða detta og hún hafi dottið. En dansararnir tveir sem voru með henni stóðu á kápunni sem sat föst um háls söngkonunnar. Madonna lét þetta hins vegar ekki stöðva sig stóð á fætur og hélt áfram að flytja lagið þar sem meðal annars segir: Ég gefst ekki upp, ég ætla að halda áfram og lyftið mér upp og horfið á mig hrasa (I'm not giving up, I'm gonna carry on,  Lifted me up, watched me stumble). 

Söngkonan sló á létta strengi í viðtalinu og segist aldrei aftur semja texta sem þennan aftur. 

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes