Bannar börnunum ekki að nota fíkniefni

AFP

Í viðtali við sjónvarpsmanninn breska, Jonathan Ross, sagði söngkonan Madonna að ef börnin hennar hefðu áhuga á að prófa fíkniefni, þá mættu þau það. „Ég mun aldrei banna þeim það, það væri mjög sérstakt og ekki sanngjarnt gagnvart þeim,“ sagði söngkonan og viðurkenndi einnig að hafa prófað ýmis efni á sínum ferli.

„Ég er ekki mjög hrifin af eiturlyfjum. Í þau skipti sem ég prófaði þau, fyrir mörgum árum, þá líkaði mér það ekki. Eiturlyf eru ekkert fyrir mig,“ sagði Madonna og bætir við að henni þyki betra að fá sér áfengan drykk heldur en eiturlyf.

Hin 56 ára gamla Madonna á fjögur börn. Elsta dóttir hennar er Lourdes og er hún 18 ára gömul. Madonna segist mæla með því við dóttur sína að nota ekki eiturlyf og að ef hún vilji prófa einhver efni, þá verði hún að beita almennri skynsemi og ekki misnota efnin. „Síðan má hún ekki blanda efnunum við áfengi,“ segir Madonna.

Sjá frétt The Mirror

Mæðgurnar Lourdes Leon og Madonna á rauða dreglinum.
Mæðgurnar Lourdes Leon og Madonna á rauða dreglinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes