„Plata fyrir þá sem trúa á ástina“

Anna María Björnsdóttir, söngkona.
Anna María Björnsdóttir, söngkona.

Söngkonan Anna María Björnsdóttir gaf nýverið út sína aðra sólóplötu, Hver stund með þér. Anna samdi sjálf tónlistina á plötunni við ástarljóð, sem afi hennar Ólafur Björn Guðmundsson, orti til ömmu hennar, Elínar Maríusdóttur, yfir 60 ára tímabil.

Samhliða disknum er verið að vinna að heimildarmynd um ljóðin og ást þeirra Ólafs og Elínar. Platan var tekin upp síðastliðið sumar og leikur Svavar Knútur með Önnu Maríu á plötunni. Var platan gefin út í Þýskalandi í janúar og hefur verið spiluð þar á nokkrum útvarpsstöðvum.

„Ljóð afa til ömmu fela í sér fallegan boðskap um hvernig ástin getur haldist hrein og vaxið og dafnað í heila mannsævi. Þau hafa sterk áhrif á mig og mig langaði að gera þau aðgengileg fleirum á þann hátt sem liggur best fyrir mér, með söng og tónlist,“ segir Anna María sem búsett er í Danmörku.

„Ég settist niður við póanóið mitt í Kaupmannahöfn fyrir tæpum tveimur árum og hóf að semja og útsetja tónlist við ljóðin. Árangurinn af því er þessi plata. Ég vona því að ljósðin muni þannig lifa áfram og veita öðrum þá gleði sem þau hafa veitt mér,“ segir Anna.

Hversdagsleg rómantík

„Afi og amma voru ósköp venjulegt fólk, afi var lyfjafræðingur og mikill blómaræktunarmaður. Amma var mjög heimspekilega þenkjandi en mikill húmoristi og gleðipinni. Saman áttu þau ánægjulega ævi, bjuggu í litlu húsi, áttu mörg börn og alltaf ríkti mikil gleði í kringum þau. Þegar ég byrjaði að vinna að plötunni og fór að segja fólki frá ljóðunum og lögunum þáhöfðu margir á orði við mig að nútíma fyrirmynd vantaði um þess konar ást sem endurspeglast í ljóðunum,“ segir Anna og bætir við: 

„Þessi plata er fyrir fólk sem trúir á ástina eða vill trúa á ástina. Ekki ást sem er fjarlæg og yfirnáttúrulega rómantísk, heldur ást sem er venjuleg, hversdagsleg og hversdagslega rómantísk.“

Á plötunni syngja og spila Svavar Knútur, Andri Ólafsson, Magnús Trygvason Eliassen, Þórdís Gerður Jónsdóttir, Grímur Helgason, Margrét Arnardóttir, Björn Már Ólafsson og Anna María Björnsdóttir. Útgáfutónleikar plötunnar verða haldnir fimmtudagskvöldið 12. mars kl. 20:00 í Salnum í Kópavogi.

Platan Hver stund með þér, er byggð á ástarljóðum sem …
Platan Hver stund með þér, er byggð á ástarljóðum sem afi Önnu samdi til ömmu hennar.
Svavar Knútur leikur með Önnu Maríu á plötunni.
Svavar Knútur leikur með Önnu Maríu á plötunni.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes