Heitasti gæinn á Tinder fer á Kalda

Þorsteinn Halldór Þorsteinsson þykir eftirsóttur á Tinder.
Þorsteinn Halldór Þorsteinsson þykir eftirsóttur á Tinder.

Þorsteinn Halldór Þorsteinn, 29 ára kokkanemi sem starfar á Vox, komst á lista Elle.com sem einn af bestu kostunum á stefnumótaappinu Tinder. Þegar mbl.is hafði samband við Þorstein sagðist hann ekki kannast við það að hafa fundið fyrir auknum áhuga á sér eftir að greinin birtist.

Frétt mbl.is: Tveir Íslendingar meðal þeirra heitustu

„Ashely Terrill sem skrifar fyrir Elle.com hafði samband við mig en það hafði orðið „mats“ hjá okkur á Tinder fyrir nokkrum mánuðum. Hún datt bara inn á karlinn og skaut á mig línu fyrir nokkrum dögum hvort hún mætti nota prófílinn minn í greinina,“ segir Þorsteinn.

Aðspurður að því hvað hann sé búinn að vera lengi á Tinder segir hann nokkra mánuði.

„Þetta er skemmtilegt, bara svipað og að vera á Facebook. Þetta app virkar mjög vel og mér sýnist fólk vera að taka vel í þetta,“ segir hann.

Þegar stefnumótamarkaðurinn berst í tal segir Þorsteinn að hann sé aðallega að leitast eftir því að hitta skemmtilegt fólk í gegnum samfélagsmiðlana og hann sé að skoða markaðinn. Þegar hann er spurður að því hverju hann sé að leita að segir hann það flókið.

„Svo ræður maður ekkert hvað ástin segir,“ segir hann

Þorsteinn segist lifa frekar hefðbundnu lífi. Hann sé aðallega að vinna og þegar hann sé ekki í vinnunni fari hann í ræktina og hitti félagana. Aðspurður að því hvert hann fari að skemmta sér nefnir hann barinn Kalda.

„Ég fer oftast á Kalda,“ segir hann.

Þannig að þær sem vilja ná tali af þér geta hitt þig þar um helgina?

„Nei, ekki núna um helgina því ég er að vinna. Það mínusar alveg út föstudaginn að vera á vaktinn á laugardaginn. Það er alltaf brjálað að gera á Vox um helgar og maður þarf að vera með fókusinn í lagi.“

Þorsteinn Halldór birtist svona á síðu Elle.com.
Þorsteinn Halldór birtist svona á síðu Elle.com.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren