Harrison Ford ekki í lífshættu

AFP

Bandaríski leikarinn Harrison Ford er ekki í lífshættu eftir flugslys í gærkvöldi. 

Leikarinn brotlenti á golfvelli fyrir utan Los Angeles eftir vélarbilun í einkaflugvél hans. Samkvæmt frétt TMZ-slúðurvefjarins var Ford með nokkur svöðusár á höfði en í twitterfærslu Bens Fords, sonar leikarans, segir að pabbi hans hafi það ágætt miðað við aðstæður.

Almannatengill Fords, Ina Treciokas, segir að leikarinn sé á sjúkrahúsi talsvert lemstraður en áverkarnir séu ekki lífhættulegir og talið að hann muni ná sér að fullu. 

Harrison Ford er 72 ára gamall en hann er meðal annars þekktur fyrir leik í Indiana Jones- og Star Wars-myndunum. 

Samkvæmt fréttum fjölmiðla hafði Ford verið nýlagður af stað frá flugvellinum í Santa Monica þegar hann hafði samband við flugumsjón þar og tilkynnti um vélarbilun og bað um að fá að snúa strax við. En honum tókst ekki að lenda á flugbrautinni heldur á golfvelli þar skammt frá.

Ford flaug tveggja sæta Ryan PT-22-vél en vélin er ein margra sem framleiddar voru í seinni heimsstyrjöldinni og notaðar við að þjálfa bandaríska herflugmenn. Ford er þrautþjálfaður flugmaður og fór í sinn fyrsta flugtíma strax í skóla en þurfti frá að hverfa vegna þess að hann hafði ekki efni á að ljúka námi. En eftir að hann efnaðist samfara leik í kvikmyndum tók hann upp þráðinn á ný og á nú nokkrar flugvélar. Segja þeir sem til þekkja að hann sé mjög góður flugmaður og varkár.

JUST IN: A statement from #HarrisonFord's publicist, emailed to me. Plane crash injures are "not life threatening" pic.twitter.com/Kd0X20SoEY

— Brian A. Hernandez (@BAHjournalist) March 6, 2015

Harrison Ford í flugslysi

Við sjúkrahúsið þar sem Harrison Ford dvelur
Við sjúkrahúsið þar sem Harrison Ford dvelur AFP
Flugvél Harrison Ford
Flugvél Harrison Ford AFP
Harrison Ford
Harrison Ford AFP
AFP
AFP
Harrison Ford og eiginkona hans Calista Flockhart á Golden Globe …
Harrison Ford og eiginkona hans Calista Flockhart á Golden Globe verðlaununum í janúar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes