Þarf að minna fólk á að hann er ekki forseti

Leikarinn Kevin Spacey.
Leikarinn Kevin Spacey. mbl.is/AFP

Leikarinn Kevin Spacey, sem fer með hlutverk Franks Underwoods í þáttunum House of Cards, þarf stundum að minna fólk á að hann er ekki forseti Bandaríkjanna í raun og veru líkt og persónan sem hann leikur. Spacey segir algengt að fólk á förnum vegi átti sig ekki á að um leikinn sjónvarpsþátt sé að ræða. 

„Það er algengt að fólk láti það í ljós að það hefur ekki hugmynd um að við fáum borgað fyrir að þykjast vera annað fólk. Á hvaða plánetu býr fólk ef það sér ekki muninn? Við erum orðin svo heltekin af frægu fólki að við sjáum ekki lengur mun á leikinni persónu og raunverulegri manneskju.“ Þetta sagði Spacey frá í viðtali sem birtist í New York Daily News.

„Það þarf stundum að minna fólk á að ég er ekki Frank Underwood. Ég er leikari sem heitir Kevin Spacey,“ sagði leikarinn sem er undrandi á þeirri þróun sem hefur orðið hvað varðar frægt fólk og aðdáendur þess. „Þetta er alveg glórulaust.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes