Dolly Parton og eiginmaðurinn „andstæður“

Dolly Parton.
Dolly Parton. mbl.is/Bang

Söngkonan Dolly Parton gekk að eiga eiginmann sinn, Carl Thomas Dean, árið 1966 en síðan þá hafa þau verið hamingjusamlega gift. Parton var tvítug þegar hún gekk að eiga Dean. Hún greindi nýverið frá því að hún og eiginmaður hennar væri „andstæður“ og þess vegna hefði hjónabandið gengið eins og í sögu.

„Fólk segir að andstæður eigi vel saman og það er satt. Við erum algjörar andstæður, það er það sem gerir þetta skemmtilegt. Ég veit aldrei hvað hann mun segja eða gera. Hann kemur mér alltaf á óvart,“ sagði Parton í viðtali við People.

Parton segir eiginmann hennar vera skemmtilegan og fyndinn. „Hann kemur mér til að hlæja og skemmtir mér. Hann er sjálfsöruggur.“

Parton og Dean eiga sér þó nokkur sameiginleg áhugamál, meðan annars ferðalög. „Okkur þykir gaman að ferðast um á húsbílnum okkar og vera einföld. Ég elska að lesa, ég elska að elda, ég elska að vera með eiginmanni mínum. Ég fer í þægileg föt og við slökum á. Við elskum einfaldan lífstíl.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes