Leðurblaka mætir í Hvíta húsið

Bararck Obama mun væntanlega taka þátt í páskaeggjaleitinni í dag.
Bararck Obama mun væntanlega taka þátt í páskaeggjaleitinni í dag. AFP

Leðurblakan Kamilah mun taka þátt í páskaeggjaleitinni í Hvíta húsinu í dag en hefð er fyrir því að dýr séu til sýnis þegar börn og fullorðnir taka þátt í árlegri páskaeggjaleit á vegum bandaríska forsetaembættisins.

Talsmaður Kamilah og um leið framkvæmdastjóri samtaka um verndun leðurblökunnar, Rob Mies, segir að leðurblökur séu nauðsynlegar í lífríkinu. Þar á meðal fyrir bananaræktun, avokadoræktun sem og kakóplöntuna.

Kamilah er að sögn Mies yndisleg skepna sem býr yfir miklum þokka og er afar hrifin af fólki. En hún er líkt og aðrar leðurblökur næturdýr og oft ansi fúl á morgnana, segir í frétt Washington Post.

Búist er við því að um 35 þúsund manns muni koma saman í garðinum við Hvíta húsið í dag til þess að leita að páskaeggjum. Viðburðurinn er ókeypis en þeir heppnu unnu miða í leikinn í happdrætti.

Um er að ræða hefð sem nær aftur til ársins 1878 og það var árið 1977 sem Jimmy Carter, þáverandi forseti, kom þeirri hefð á að dýr yrði kynnt við eggjaleitina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren