Vill ekki vera kölluð „hugrökk“

Jessica Kane á ströndinni.
Jessica Kane á ströndinni. Instagram @jessicakane

Sjálfstraustið hjá plús-size tískubloggaranum Jessicu Kane er í góðu lagi því hún er óhrædd við að birta sundfata-myndir af sér á netinu. En Kane þolir ekki þegar fólk segir hana vera „hugrakka“ fyrir að gera það sem svo margar aðrar konur gera.

Fyrr í vikunni birti Kane myndir af sér á sundfötunum á Facebook og Instagram og skrifaði sömuleiðis skilaboð til fylgjenda sinna. „Þetta er ekki hugrekki. Mér hefur verið sagt að ég sé hugrökk fyrir að vera ekki í slopp. Það væri kannski dæmi um hugrekki að vera án slopps ef mér væri ekki sama hvað öðrum finnst um mig. En ég ver tímanum mínum frekar í að hugsa um það sem ég get stjórnað. Þennan dag var ég bara að hugsa um það hversu vel mér leið og hversu mikla sól ég var að fá.“

Því næst nefndi Kane nokkra hluti sem henni þykir vera dæmi um hugrekki. „Að takast á við erfiðan sjúkdóm, að koma sér úr ofbeldisfullu sambandi og að biðja um hjálp þegar þú íhugar sjálfsvíg,“ skrifaði Kane. „Það er hugrekki. Ekki að klæðast sundbol á ströndinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren