Sögulegt skip á leið til Bandaríkjanna

Freigátan L'Hermione, sem er eftirlíking af samnefndu frönsku herskipi sem lék sögulegt hlutverk í frelsisstríði Bandaríkjanna, lagði í dag af stað frá Frakklandi yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna. Upphaflega skipið flutti franska herforingjann Lafayette markgreifa til Bandaríkjanna árið 1780 til þess að hann gæti tekið þátt í baráttu Bandaríkjamanna við hersveitir Breta.

Hafist var handa við að smíða freigátuna árið 1997 og skipið síðan sjósett árið 2012. Endanlega var lokið við smíði þess á þessu ári. Jómfrúarferðin til Bandaríkjanna hófst síðan í dag sem fyrr segir. Minna en ár tók að smíða upprunalega skipið. Freigátan er 65 metrar á lengd og rúmir 11 metrar þar sem hún er breiðust. Skipið er 1166 tonn að þyngd og vopnuð 32 fallbyssum.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/W38fIAKZPBg" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason