Úrslitin réðust á lokaspurningunni

Skjáskot af vef RÚV

Reykjavík bar sigurorð af Fljótsdalshéraði í æsispennandi úrslitaþætti Útsvars nú í kvöld. Fljótdalshérað hélt sannfærandi forystu lengi vel en eins og unnendur Útsvars þekkja skipast skjótt veður í lofti þegar kemur að lokametrunum.

Úrslitin réðust á síðustu spurningunni og þurftu Reykvíkingar að gefa rétt svar við 15 stiga spurningu til að sigra. Reykvíkingar þóttust hinsvegar kannast við lýsinguna á meintum líkklæðum Jesú frá Nasaret og kom það líka á daginn að þeir höfðu laukrétt fyrir sér og sigruðu með 70 stigum gegn 66.

Meðal þess sem Reykvíkingar hlutu í verðlaun var ávísun upp á 200 þúsund krónur til að eyða í góðgerðarstarf í heimabyggð. Verkefnið sem varð fyrir valinu var gistiskýlli fyrir heimilislausa karla við Lindargötu

Verðlaunagripinn Ómarsbjölluna afhenti Stefán Pálson sjálfursem hefur leikið marga keppendur grátt með kvikindislega slungnum spurningum en þetta mun vera síðasta skiptið sem hann sér um spurningarnar í Útsvari.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes