Nýdönsk gefur út nýtt lag

Félagarnir í Nýdönsk á góðri stundu.
Félagarnir í Nýdönsk á góðri stundu.

Hljómsveitin Nýdönsk hefur nú sent frá sér lagið Heimsins stærsta tár. Lagið og textinn er eftir Björn Jörund Friðbjörnsson og var það flutt í Hljómskálanum af Birni og hljómsveit hússins árið 2011. Í tilkynningu frá sveitinni kemur fram að lagið komi nú út í fyrsta sinn í flutningi félaga Björns úr Nýdönsk sem þótti lagið of gott til að gera það ekki að sínu.

Það hefur verið líflegt í kringum Nýdönsk undanfarin ár og er skemmst að minnast Nýdanskra daga sem voru haldnir í ýmsum bæjarfélögum fyrr á árinu. Samkvæmt tilkynningu er niðurstaðna úr nýrri Gallup könnun sem Capacent hefur framkvæmt um vitund íslensku þjóðarinnar um Nýdönsk er væntanleg á næstu dögum.

Miðasala á árlega hausttónleika Nýdönsk hefst 7. maí næstkomandi en hljómsveitin heldur áfram uppteknum hætti og blæs til tónleika í tónleikahúsunum Hörpu og Hofi í september á þessu ári, auk þess að stíga á svið í nýrri og endurbættri Valaskjálf, Egilsstöðum.

Heyra má lagið hér að neðan. 

Nýdönsk hefur sent frá sér lagið Heimsins stærsta tár. Lagið var flutt í Hljómskálanum árið 2011 af Birni og hljómsveit...

Posted by Nýdönsk on Monday, April 27, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes