Amma fyrst, þjóðin svo

Hvaða nöfn mun stúlkan litla fá?
Hvaða nöfn mun stúlkan litla fá? AFP

Mikil eftirvænting ríkir vegna nafns bresku prinsessunnar sem kom í heiminn á laugardag. Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, Katrín Middleton hertogaynja, ætla að hitta Elísabetu drottningu, ömmu Vilhjálms í dag og telja breskir fjölmiðlar að hjónin ætli að greina henni frá nafninu sem þau hafa þegar valið fyrir dótturina.

Samband Vilhjálms við ömmu sína er gott og er hann sagður leita til hennar frekar en föður síns þegar hann þarf góð ráð. Þau eru náin og ræddi hann meðal annars við hana þegar hann var ósáttur við gestalistann sem hafði verið settur saman fyrir brúðkaup þeirra Katrínar fyrir fjórum árum.

Í frétt Telegraph segir að hún hafi hvatt hann til að rífa listann í tætlur og bjóða þeim sem hann vildi sjálfur fá í brúðkaupið.

Hjónin munu aka ásamt börnum sínum tveimur til Norfolk í dag en þar dvelur langamman. Telja fjölmiðlar að nafn prinsessunnar verði gert opinbert eftir heimsóknina og að það sé Vilhjálmi mikilvægt að langamman fái að heyra nafnið á undan þjóðinni. Ef marka má veðbanka mun stúlkan fá nafnið eða nöfnin Charlotte og Alice.

Foreldrar Katrínar, Karl Bretaprins og Kamilla eiginkona hans heimsóttu nýbökuðu foreldrana og börnin tvö í Kensington höll í gær, sunnudag.

Hvernig var helgin?

Katrín kom á St. Mary sjúkrahúsið í London kl. 6 á laugardagsmorgun, eða kl. 7 að íslenskum tíma.

Fæðingin virðist hafa gengið hratt fyrir sig en tveimur og hálfri klulkkustund síðar var stúlkan komin í heiminn, eða kl. 8.34 að staðartíma.

Kl. 11 tilkynnti konunglegi kallarinn að stúlkan væri fædd.

Kl. 15 var tilkynning um fæðingu stúlkunnar hengd upp á trönur fyrir utan Buckingham höll.

Kl. 16 komu feðgarnir Vilhjálmur og Georg til sjúkrahússins, nú var komið að því að Georg hitti systur sína í fyrsta skipti.

Kl. 18.12 komu Vilhjálmur og Katrín út af sjúkrahúsinu með stúlkuna.

Athygli hefur vakið að fæðing stúlkunnar tók ekki langan tíma. Sérfræðingur sem Telegraph ræðir við telur líklegt að Katrín hafi ekki verið sett af stað, ef marka má tímann sem tók barnið að koma í heiminn. Algengt sé að önnur fæðing kvenna gangi hraðar en sú fyrsta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson