Atli Fannar með vinsælasta tístið

Fimm vinsælustu tístin yfir alla vikuna.
Fimm vinsælustu tístin yfir alla vikuna.

Alls birtust 20.565 tíst merkt #12stig í gær, þegar lokakeppni Eurovisionsöngvakeppninnar fór fram, sem er talsverð aukning frá því í fyrra, þegar ríflega 16.000 tíst voru birt meðan á úrslitakvöldinu stóð, að því er segir í frétt frá Vodafone.

Þar með hélt #12stig-tístum áfram að fjölga, en alls birtust 40.151 tíst dagana sem undankeppnirnar tvær og lokakeppnin fóru fram í þessari viku. Í fyrra var heildarfjöldinn 25.636, þannig að aukningin er rétt um 57% milli ára.

Vinsælustu tístin á úrslitakvöldinu, þ.e. þau sem var oftast retweet-að, áttu borgarstjórnmálamennirnir Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson, en sá síðarnefndi átti bæði tístin í 2. og 3. sæti.

En þegar öll Eurovision-vikan er skoðuð átti Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, vinsælasta tístið:

Í frétt Vodafone segir að mjög athyglisvert sé að sjá að Atli Fannar átti hvorki vinsælasta tístið í undankeppnunum né lokakeppninni – en tístið hans frá því á fimmtudagskvöldið hélt dampi lengur en önnur og náði þannig forskoti sem aðrir hafa ekki náð að vinna upp. Hafa ber í huga að þessar tölur miðast við miðnætti á laugardagskvöld, þannig að eitthvað gæti mögulega breyst næstu daga.

Frétt mbl.is: Tíst Ara Eldjárns það vinsælasta

Vinsælustu tístin í gær.
Vinsælustu tístin í gær.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes