Íslendingar hrifnastir af Ítölunum

Íslenskir kjósendur kusu framlag Ítalíu oftast í símakosningunni í gær.
Íslenskir kjósendur kusu framlag Ítalíu oftast í símakosningunni í gær.

Á vefsíðu Eurovision hafa nú verið birtar heildarniðurstöður kosninganna í öllum löndum auk niðurstöður dómnefndanna. Athygli vekur að íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stig en dómnefndin setti þá í 11. sæti.

Að mati dómnefndarinnar voru Svíar með besta lagið, Norðmenn í öðru sæti og Lettar í því þriðja. Að mati kjósenda var hins vegar Ítalía með besta lagið, Svíar í öðru sæti og Ástralir í því þriðja. Lettarnir voru ekki jafnvinsælir hjá kjósendum og þeir voru hjá dómnefndinni og vildi þjóðin setja þá í áttunda sæti.

Rússar sem höfnuðu í öðru sæti í Eurovision komust ekki á meðal þeirra efstu, hvorki hjá þjóðinni né dómnefndinni. Vildi dómnefndin setja þá í sjöunda sætið og þjóðin í það níunda. Gaf Ísland þeim að lokum 3 stig.

Samkvæmt kjósendum voru Grikkir með lélegasta lagið og hefðu átt að enda í 27. sæti. Að mati dómnefndarinnar var það hins vegar Albanía sem átti að verma botnsætið. Armenar voru aftur á móti bæði í 26. sæti hjá kjósendum og dómnefndinni og enduðu þeir því á botninum.

Íslensku dómnefndina skipuðu þau Einar Bárðason, Heiðar Örn Kristjánsson, Unnur Sara Eldjárn, Védís Hervör Árnadóttir og Birgitta Haukdal.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav