Rannsaka dauða B.B. Kings sem manndráp

B.B. King
B.B. King AFP

Lögreglan í Las Vegas hefur hafið rannsókn á því hvort tónlistarmaðurinn B.B. King hafi verið drepinn en dætur blúskonungsins halda því fram að aðstoðarmenn hans hafi eitrað fyrir hann.

King lést 89 ára að aldri hinn 14. maí sl. í  Las Vegas þar sem hann átti heima.

Tvær dætur Kings, Karen Williams og Patty King, saka umboðsmann hans, Laverne Toney, og aðstoðarmann hans um að hafa eitrað fyrir hann.

Kemur fram í gögnum málsins að þær hafi farið fram á formlega rannsókn á dauða hans.

Toney, sem fer með eignir tónlistarmannsins, segir ekkert hæft í þessu og að ásakanir þeirra séu ekki nýjar af nálinni. 

King var goðsögn í lifanda lífi. Hann var óþreytandi boðberi blústónlistarinnar, hélt 200 til 300 tónleika á ári í hálfa öld og hætti ekki að koma fram fyrr en í fyrra vegna veikinda. Áhrif hans á aðra gítarleikara verða seint metin, þeirra á meðal Jimi Hendrix og Eric Clapton.

BB King látinn

B.B. King
B.B. King AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes