Býr Íslendingur hér sett á svið

Íris Eggertsdóttir, Benedikt Gröndal og Arnar Jónsson vinna við sýninguna …
Íris Eggertsdóttir, Benedikt Gröndal og Arnar Jónsson vinna við sýninguna Býr Íslendingur hér. Karlarnir leika en konan sér um búningana.

Leikritið Býr Íslendingur hér verður frumsýnt í september í Samkomuhúsinu á Akureyri. Verkið er byggt á bók Garðars Sverrissonar um líf Leifs Muller sem tekinn var til fanga af nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Þórarinn Eyfjörð gerir leikgerðina en Arnar Jónsson og Benedikt Gröndal fara með burðarhlutverk í sýningunni. Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir. Davíð Þór Jónsson sér um tónlistina og Íris Eggertsdóttir um búningana.

Leifur ólst upp í Reykjavík en fór sem ungur maður til Noregs í nám. Hann er síðan staddur í Noregi þegar nasistar hernema landið. Hann gerir áætlun um að komast heim til Íslands en er svikinn í hendur Gestapó af öðrum Íslendingi, færður í einangrun og þaðan sendur til Grini fangabúðanna í nágrenni Oslóar. Þaðan flytja Þjóðverjar hann til Sachsenhausen sem eru alræmdar vinnu- og útrýmingarbúðir Nasista. Frásögn Leifs er einstök í bókinni, hugrökk og hispurslaus og vakti mikla athygli þegar hún kom út á sínum tíma.

Leikfélag Akureyrar, Menningarfélagið Hof og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sameinuðust undir merkjum MAk, Menningarfélags Akureyrar, um síðustu áramót og stendur félagið að uppsetningu verksins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes