Madeleine prinsessa flytur frá Svíþjóð

Christopher O'Neill og Madeleine prinsessa
Christopher O'Neill og Madeleine prinsessa AFP

Sænska prinsessan Madeleine og eiginmaður hennar, bresk-bandaríski bankamaðurinn Chris O'Neill, hafa ákveðið að flytja til Bretlands. Tilkynnt var um ákvörðun hjónanna í sænskum fjölmiðlum í gær.

Madeleine, sem er 32 ára og O’Neill, 40 ára, greindu frá því í febrúar að þau ætluðu sér að búa í Svíþjóð í náinni framtíð en þau fluttu til Svíþjóðar í desember eftir að hafa búið undanfarin ár í New York. Þá sagðist prinsessan ekki geta hugsað sér að búa lengur fjarri fjölskyldu sinni. Þau eiga von á barni nú í júní en fyrir eiga þau eins árs dóttur, Leonore.

Í frétt Aftonbladet kemur fram að fjölskyldan ætlar að flytja til Bretlands í haust og að það hafi alltaf verið á dagskrá þeirra að flytja þangað enda starfar O'Neill að mestu þar. 

Móðir O'Neills, Eve O'Neill, býr í miðborg Lundúna en systir hans, Tatyana býr skammt frá borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes