Bein gróa en vinamissirinn ekki

Það tók mikið á Morgan að ræða slysið.
Það tók mikið á Morgan að ræða slysið. Skjáskot af Today.com

Fyrir tæpu ári síðan lenti langreið (e.limo) grínistans Tracy Morgan í árekstri við flutningabíl frá versluninni Wal-Mart. Vinur Morgans, grínistinn Jimmy Mack lést í slysinu og Morgan, sem var í dái í tvær vikur, hlaut heilaskaða og fjölmörg beinbrot.

Morgan kom í fyrsta skipti fram opinberlega eftir slysið í dag og ræddi við Matt Lauer í þættinum Today á NBC. Viðtalið var tilfinningaþrungið og komst Morgan endurtekið í uppnám þegar hann ræddi um það sem hann hafði gengið í gegnum.

„Bein gróa, en vinamissirinn mun aldrei gróa,“ sagði Morgan, sem kvaðst ekki muna eftir slysinu. Þakkaði Morgan sérstaklega læknum og hjúkrunarfólki sem hafði annast hann og nefndi sérstaklega hjúkrunarfræðinginn Jackie. „Þegar ég vaknaði fyrst úr dáinu var ég í rugli. Ég blótaði hverjum degi, ég henti hlutum í hana og það eina sem hún sagði við mig var að allt yrði í lagi.“

Morgan minntist þess hvernig hann hafði komist að því að Mack hefði látist. Jarðarförin fór fram meðan Morgan var enn í dái en Morgan leitaði uppi myndband af henni á Youtube til að skilja betur það sem kom fyrir vin sinn og votta honum virðingu sína.

Morgan og lögfræðingur hans, sem var viðstaddur viðtalið, sögðu Wal-Mart hafa tekið fulla ábyrgð á slysinu og gert vel við fjölskyldu Mack. Morgan kvaðst einblína á að ná bata þessa dagana en fullvissaði Lauer þó um að hann myndi ekki halda sig úr sviðsljósinu of lengi. „Ég elska grín. Ég mun aldrei hætta að elska það. Ég get ekki beðið eftir að snúa aftur til þess en í auknablikinu er markmið mitt að jafna mig og verða betri, því ég er ekki 100% enn.“

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren