Barnastjarnan á von á barni

Ariana Richards fjórtán ára gömul í hlutverki Lex Murphy
Ariana Richards fjórtán ára gömul í hlutverki Lex Murphy Ljósmynd/Skjáskot

Margt hefur breyst hjá fyrrum ungstirninu Ariönu Richards, sem fór með hlutverk Lex Murphy í gömlu Jurassic Park myndunum. Richards hefur nú helgað líf sitt listmálun og á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, Mark Bolton. Hún dvelur nú í Suður-Ameríku þar sem hún sýnir list sína.

Í samtali við People segir hún myndlistina frábæra leið til að tjá sig, en margt sé breytt frá dögum Júragarðsins. „Ég upplifa enn rauða dregilinn á sviði myndlistar, en dagsdaglega lifi ég hins vegar rólegu sveitalífi. Lífið er mun afslappaðra en áður, en samt mjög gefandi.“

Hún minnist kvikmyndanna sem gerðu hana fræga með hlýju. „Það var frábært að vera hluti af verkefni sem snerti kvikmyndamenninguna svona mikið og færði mörgum mikla ánægju.“

Richards lék í fyrstu tveimur myndunum um Júragarðinn árin 1993 og 1997, en eftir það kom hún fram í örfáum minniháttar sjónvarpsmyndum. Hún hefur hins vegar ekki sést á hvíta tjaldinu síðan.

Richards hefur helgað líf sitt listmálun
Richards hefur helgað líf sitt listmálun Skjáskot Youtube
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant