„Við biðjum ekki um ókeypis iPhone“

AFP

Eins og kom fram í gær á mbl.is verður nýjasta plata söngkonunnar Taylor Swift ekki aðgengileg á streymiþjónustunni Apple Music þegar hún opnar um mánaðarmótin. Nú hefur Swift sjálf tjáð sig um málið, í opnu bréfi til Apple sem hún birti á heimasíðunni sinni. 

„Ég skrifa þetta til þess að útskýra hvers vegna platan mín er ekki aðgengileg á Apple Music. Mér finnst ég skulda útskýringu því Apple hafa alltaf verið góðir samstarfsmenn mínir í gegnum árin og hafa útbúið vettvang þar sem ég get komist nær aðdáendunum mínum,“ skrifar Swift í upphafi bréfsins. 

Síðan fara hins vegar hanskarnir af. Hún bendir á að Apple Music bjóði upp á þrjá gjaldfrjálsa mánuði. Hins vegar ætlar fyrirtækið sér ekki að borga tónlistarmönnunum eða öðrum sem unnið hafa tónlistina fyrir þessa þrjá mánuði.

„Þetta snýst ekki um mig. Ég get heppilega séð fyrir sjálfri mér og öllum sem vinna að tónlistinni minni með mér. Þetta snýst um hinn unga upprennandi tónlistarmann eða hljómsveit sem er nýbúin að gefa út sitt fyrsta lag. Þetta er fyrir þá sem þurfa á greiðslu að halda eftir að hafa eytt peningunum sínum í að gefa út tónlist. Þetta snýst um framleiðandann sem vinnur linnulaust að því að búa til góða tónlist, alveg eins og Apple hafa sjálfir unnið linnulaust að ýmsum tækninýjungum í gegnum tíðina,“ skrifar Swift.

„Þetta er ekki bara kvart frá frekri stelpu. Þessari skoðun veit ég að margir deila með mér en margir þora ekki að tjá hana opinberlega.“

Svo lýkur hún bréfinu með eftirfarandi bón:

„Ég segi þetta við Apple með fullri virðingu, það er ekki of seint að breyta um stefnu og breyta tónlistarheiminum sem þetta hefur gríðarleg áhrif á. Við biðjum ekki um ókeypis iPhone og þið ættuð ekki heldur að biðja um ókeypis tónlist.“

Heimasíða Taylor Swift

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir