Teipaður við ljósastaur í Laugardalnum

Áttan
Áttan Mynd/mbl.is

Loksins, loksins segja sumir því að nýjasti þáttur Áttunnar er kominn í loftið. Þessi þáttur er stútfullur af nýju efni og koma þeir endurnærðir eftir afmælisþáttinn sem var í síðustu viku. Í þessum þætti fara þeir að sjálfsögðu í keppni eins og alltaf. Keppnin að þessu sinni er ekkert flókin þeir eiga að fara í kringluna og fá fólk til þess að botna texta úr íslenskum dægurlögum. Mjög spennandi keppni hér á ferð og er gaman að sjá hvort fólk kveikir á setningum eins og ,,frelsið er yndislegt!“.
Fyrir þann sem tapar þessari keppni er refsing. Refsingin er vægast sagt svakaleg. Þeir fengu í lið með sér Ara Gunnarsson kraftajötun og hann límir taparann við ljósastaur og rassskellir hann. Þessi refsing er sprenghlægileg.
Frændurnir Nökkvi Fjalar og Ragnar Jónsson hafa prufað ýmislegt sem áhorfendur hafa skorað á þá. Í þetta skipti prufa þeir að sprengja melónu, já þú last rétt, sprengja melónu! Þetta er tilraun hjá þeim og setja þeir teygjur utan um melónu og bíða spenntir eftir því að hún springi. Fyrir adrenalínfíkla og einstaklinga sem hafa gaman að sprengingum mega þeir ekki missa af þessum lið.
Þeir eru mikið í því þessa dagana að fíflast í túristum og kalla þann lið hjá sér túristun. Í þetta skiptið fá þeir Evu Guðmundsdóttur, sem sló eftirminnilega í gegn í óþægilega starfsviðtalinu, til þess að rista túristana aðeins. Hún tekur viðtal við par og reynir svo við karlinn á fullu allt viðtalið. Gífurlega gaman að sjá viðbrögð konunar við þessu öllu saman.
Áttan er þáttur sem þú mátt ekki láta framhjá þér fara ef þú hefur gaman af vitleysu og fíflagangi.

Fylgist þið meira með þeim hér:

www.facebook.com/attanofficial

www.instagram.com/attan_official

Snapchat: ATTAN_OFFICIAL

Watchbox: #attan_offical

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="/mblplayer/i/164512/" style="border: 0;" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes