Kvikmyndaiðnaðurinn í slæmu standi

Leikarinn og leikstjórinn Dustin Hoffman
Leikarinn og leikstjórinn Dustin Hoffman AFP

Leikarinn og leikstjórinn Dustin Hoffman telur kvikmyndaiðnaðinn aldrei hafa verið jafnilla staddan og nú en segir sjónvarpsgeirann þó blómstra. Hoffman, sem unnið hefur tvenn Óskarsverðlaun og sex Golden Globe-verðlaun, er kvikmyndaiðnaðinum kunnur. 

„Ég tel að sjónvarp hafi aldrei verið betra en kvikmyndaiðnaður er í versta ástandi sem hann hefur verið í þau fimmtíu ár sem ég hef starfað innan hans,“ segir Hoffman í viðtali við The Independent. Hann segir erfitt að trúa því að það sé hægt að gera gott efni úr því litla fjármagni sem geirinn fær nú. 

Myndin Graduate, sem skaut Hoffman upp á stjörnuhimininn árið 1967, skilar að hans sögn enn hagnaði. „Hún var vel skrifuð enda tók þrjú ár að gera handritið, leikstjórinn var frábær og allt gekk vel. Þetta var lítil mynd sem tók samt sem áður 100 daga að taka upp.“

Á vefnum Contactmusic kemur fram að Hoffman, sem er einn af ástsælustu leikurum Hollywood, viðurkenni að hann sjái enn svolítið eftir því að hafa ekki elt þann draum sinn að gerast píanóleikari. Hann segist elska það að spila á píanóið en sé þó ekki nógu góður til að geta framfleytt sér vegna þess að hann hafi ekki nógu gott tóneyra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren