Demi Moore í slæmum málum

Demi Moore.
Demi Moore. AFP

Leikkonan Demi Moore gæti átt von á kæru fyrir að vanrækja það að hafa eftirlit með húsi sínu þegar ungur maður lést í sundlaug í garðinum hjá henni. 

Samkvæmt vefnum Independent var Moore erlendis þegar að hinn 21 árs gamli Edenilson Steven Valle drukknaði í sundlaug á heimili leikkonunnar í Beverly Hills eftir að hafa verið í teiti hjá aðstoðarmanni hennar. Lögmenn segja að þrátt fyrir að Moore hafi ekki verið sjálf á svæðinu geti hún engu að síður verið talin ábyrg fyrir atvikinu. Hún ber skyldu til að halda heimili sínu hættulausu og segir lögmaðurinn Leo Terrell að hún hafi vanrækt hana.

„Sem eigandi eignarinnar mun hún líklega vera ákærð fyrir hafa ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna sundlaugarinnar. Málið mun snúast um vanrækslu Moore á að halda gestum sínum öruggum,“ segir Terrell.

Leikkonan hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna atviksins þar sem að hún segist vera í miklu áfalli. „Ég var erlendis með dætrum mínum þegar að slysið bar að og ég fékk þessar leiðinlegu fréttir. Það að missa barnið sitt er hræðilegt og ég sendi fjölskyldu og vinum Valle mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þá vil ég biðja fólk um að veita hluteigandi aðilum næði og frið á þessum erfiðu tímum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes