Tjáir sig um dauða Bobbi Kristinu

Bobby Brown faðir Bobbi Kristinu Brown.
Bobby Brown faðir Bobbi Kristinu Brown. mbl.is/Cover Media

Nú hefur söngvarinn Bobby Brown, faðir Bobbi Kristinu Brown, gefið frá sér yfirlýsingu vegna dauða dóttur sinnar.

„Hún var algjör engill. Ég er algjörlega dofinn. Fjölskyldan verður að finna leið til að lifa með henni og anda hennar í gegnum minninguna. Okkar missir er mikill. Þá þökkum við öllum fyrir bænirnar fyrir henni og fjölskyldunni.“

Bobbi Krist­ina Brown var 22 ára göm­ul þegar hún lést í gærdag. Hún hafði verið í dái í hálft ár eftir að hún fannst meðvit­und­ar­laus í baðkari á heim­ili sínu þann 31. janú­ar síðastliðinn.

Þá segir heimildarmaður við vefinn People að Brown standi sig vel á þessum erfiðu tímum og að hann átti sig á að Bobbi Kristina sé á betri stað nú en áður. „Hann huggar sig við það að hún er núna hjá móður sinni og mun ekki lengur finna fyrir neinum sársauka.“

Frétt mbl.is - Bobbi Kristina Brown látin 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes