Hvernig lítur kvenkyns verkfræðingur út?

Wenger hefur vakið athygli.
Wenger hefur vakið athygli. Skjáskot/Independent

Blogg bandarískrar konu, Isis Wenger, um kynjamisrétti í tæknigeiranum hefur vakið athygli. Margar konur hafa tekið undir með Wenger á twitter.

Isis Wenger er hugbúnaðarverkfræðingur sem býr í San Francisco í Bandaríkjunum. Hún hefur svarað þeim sem hafa sagt henni hvernig kvenkyns verkfræðingur eigi að líta út. Þetta gerði hún eftir að mynd sem tekin var henni sem starfsmaður fyrirtækis skapaði neikvæði ummæli á samfélagsmiðlum.

Ummælin voru flest á þá leið að Wenger ætti ekki að daðra við myndavélina. „Ef tilgangurinn er að fá fleiri konur í verkfræðigeirann er þá ekki betra að hafa milt bros frekar en kynþokkafullt glott?“ spurði einn.

Wenger svaraði og sagði að hún væri ekki lýsandi dæmi fyrir hvernig kvenkyns verkfræðingur ætti að líta út, enginn ætti að vera það. Hún væri bara einstaklingur eins og allir aðrir kvenkyns verkfræðingar.

„Sumum finnst ég ekki setja upp rétta svipinn. Öðrum þykir ótrúlegt að kvenkyns verkfræðingar líti svona út. Ég er ekki að reyna að setja upp einhvern sérstakan verkfræðingasvip. Þetta er bara ég,“ sagði Wenger.

Hvatti hún fólk til að deila myndum undir myllumerkinu #IlookLikeAn Engineer.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes