120 nýir listamenn á Iceland Airwaves

Frá tónleikum Flaming Lips á Iceland Airwaves í fyrra.
Frá tónleikum Flaming Lips á Iceland Airwaves í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag yfir 120 nýja listamenn sem taka þátt í hátíðinni í ár. Þar á meðal eru Kiasmos, LoneLady, Flo Morrissey, Meat Wave, Sin Fang, Chastity Belt, Bianca Casady og The C.i.A. + Nao. Með tilkynningunni í dag er búið að greina frá öllum þeim listamönnum sem taka þátt í hátíðinni í ár. 

Áður var búið að tilkynna að listamenn eins og John Grant, Ariel Pink, Beach House og Hot Chip myndu koma fram á hátíðinni sem fer fram í Reykjavík dagana 4.-8. nóvember. 

Aðeins eru nokkrir dagar síðan að skipuleggjendur Iceland Airwaves greindu frá því að Hot Chip og Sleaford Mods myndu ljúka hátíðinni sunnudaginn 8. nóvember í Vodafone höllinni. Með þeim koma fram íslensku sveitarnar FM Belfast og Úlfur Úlfur. Þar að auki mun Extreme Chill hátíðin taka yfir aðra hæð hallarinnar en þar verður flutt íslensk raftónlist.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá nöfn allra þeirra listamanna sem bættust við listann í dag. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson