Stefán heimsmeistari í tennisgolfi

Einn af riðlunum í forkeppni. Frá vinstri: Friðbjörn, Ásmundur, Elmar, …
Einn af riðlunum í forkeppni. Frá vinstri: Friðbjörn, Ásmundur, Elmar, Tryggvi, Guðný og Bjartur.

Stefán Bragason var krýndur heimsmeistari í tennisgolfi í Vestmannaeyjum um helgina. Heimsmeistaramótið í tennisgolfi er haldið annað hvert ár en fyrsta mótið fór fram árið 2009. Stefán fór úrslitabrautina á nýju heimsmeti eða 9 höggum. Stefán setti boltann í fiskikar sem var lokaskotmark brautarinnar með tennisspaða eftir að hafa komist upp á Fjósaklett í ormagöngum.

Keppni hófst á aðal keppnisbraut tennisgolfsins, Stakkófolanum, sem var spiluð rangsælis og réttsælis og komust þeir 10 keppendur sem samanlagt höfðu fæst högg áfram í undanúrslit.

Í undanúrslitum var Sviðsskrekkurinn spilaður í kringum stóra sviðið í Herjólfsdal sem er par 5 hola. Keppendur áttu margir í nokkrum erfiðleikum með holuna en þó enginn meiri en forsetinn sjálfur, Tryggvi Hjaltason, sem skaut boltanum með upphafshöggi sínu öfugu megin við sviðið og sá þar með vonir sínar um heimsmeistaratitil renna út í sandinn.

Úrslitariðillinn var því nokkuð sögulegur því tveir heimsmeistarar, Hlynur Herjólfsson og Árni Óli Ólafsson léku til úrslita ásamt reynsluboltanum og tennisgolfstjörnunni Brynjari Ólafssyni ásamt Stefáni Braga, sem hafði spilað jafnan og öruggan leik í forkeppni og Símoni Geir, sem átti toppleik í undanúrslitunum.

Úrslitabrautin var ævintýraleg par 11 hola sem hófst á upphafsteig fyrstu golfholu Vestmannaeyja við sjúkraskálann í Herjólfsdal. Þar var spilað niður að brunni þar sem boltinn var fluttur í ormagöngum upp á klósettin í Herjólfsdal. Þá tók við höggleikur upp að leiktækjum og þurfti að hitta í gegnum klifurnet. Þaðan fluttist boltinn aftur í ormagöngum en í þetta sinn upp á Fjósaklett þar sem hann var sleginn fram af syllu og í fiskikar fyrir neðan. 

Það var í þessari braut sem Stefán Bragason sýndi hinum keppendunum hvar Davíð keypti ölið. Stefán átti nær óaðfinnanlegan leik þar sem hvert höggið á fætur öðru var öruggt og útreiknað.

En lokaúrslitin urðu þessi:

1. Stefán Bragason 9 högg (jöfnun á heimsmeti)

2. Brynjar Ólafsson 12 högg

3. Hlynur Herjólfsson 14 högg

4. Árni Óli Ólafsson 15 högg

5. Símon Geir Geirsson 22 högg

Einnig voru veitt verðlaun fyrir ákveðin afrek á vellinum, s.s. draumahöggið sem frekar má lesa um hér.

Hér má sjá ítarlega umfjöllun og úrslit mótsins.

Dúni Geirsson slær boltann í Sviðsskrekknum.
Dúni Geirsson slær boltann í Sviðsskrekknum.
Svona er útbúnaðurinn: Golfkylfur og tennisspaði.
Svona er útbúnaðurinn: Golfkylfur og tennisspaði.
Efstu þrjú sætin í HM 2015. Frá vinstri: Brynjar Ólafsson, …
Efstu þrjú sætin í HM 2015. Frá vinstri: Brynjar Ólafsson, 2 sæti, Stefán Bragason, heimsmeistari 2015 og Hlynur Herjólfsson, 3. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes