Með heilaæxli í átta ár

Sue Perkins er á forsíðu Good Housekeeping.
Sue Perkins er á forsíðu Good Housekeeping.

Breska sjónvarpskonan Sue Perkins greindi nýverið frá því að hún hefur verið með heilaæxli í átta ár. Æxlið hefur komið í veg fyrir að hún geti eignast börn.

Perkins, sem stýrir þættinum The Great British Bake Off, greindist með æxlið fyrir átta árum síðan. Æxlið er á heiladinglinum og kemur í veg fyrir framleiðslu æxlunarhormóna.

Hin 45 ára Perkins greindi frá veikindum sínum í viðtali við Good Housekeeping. „Ég veit ekki hvort að ég hefði nokkurn tímann eignast börn en um leið og einhver segir þér að þú getir ekki eignast eitthvað þá langar þig í það meira en allt annað,“ útskýrði Perkins. Hún sagði jafnframt að æxlið raskaði allri hormónastarfsemi hennar töluvert en að hún væri undir stöðugu lækniseftirliti til þess að halda einkennum í skefjum.“

Eftir að viðtalið kom út birti hún skilaboð á Twitter og þakkaði fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes