Beyoncé kærir fataframleiðanda

Beyoncé lætur ekki að sér hæða, en hún kærir sig …
Beyoncé lætur ekki að sér hæða, en hún kærir sig ekki um að utanaðkomandi aðili hagnist á frægð hennar. mbl.is/AFP

Beyoncé Knowles, maðurinn hennar Jay Z, söngkonan Rihanna og rapparinn Kanye West höfðuðu mál á hendur franska fataframleiðandans ElevenParis fyrir að nota myndir af þeim í leyfisleysi.

Tónlistarmennirnir sem eru allir með sína eigin fatalínu, eða samningsbundin hinum ýmsu tískufyrirtækjum, telja að gjörðir ElevenParis hafi valdið þeim miklu og óbætanlegu fjárhagstjóni. Þau fara því fram á skaðabætur líkt og fram kemur í frétt Contactmusic.

Tískumerkið hefur meðal annars framleitt fatnað og fylgihluti sem skarta ljósmyndum af stjörnunum og selt í verslunum sínum bæði í Bandaríkjunum og Frakklandi.

Kæran var lögð fram þann 6. október og sendi ElevenParis í kjölfarið frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fyrirtækið sé staðráðið í að finna farsæla lausn á deilunni.

ElevenPAris notaði mynd af söngkonunni Beyoncé Knowles í leyfisleysi.
ElevenPAris notaði mynd af söngkonunni Beyoncé Knowles í leyfisleysi. Skjáskot af Discount.com
Þessi bolur fór fyrir brjóstið á Kanye West.
Þessi bolur fór fyrir brjóstið á Kanye West. Skjáskot af highsnobiety.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes