Nýtt netæði í uppsiglingu

Spennan skín úr augum þessarar ungu konu þar sem hún …
Spennan skín úr augum þessarar ungu konu þar sem hún teygir arm sinn yfir svalahandrið, með símann skorðaðan milli tveggja fingra. Skjáskot af Daily Mail

Nýtt netæði virðist hafa gripið um sig. Í þetta sinn felst æðið ekki í því að sturta yfir sig fötu af ísköldu vatni, eða planka á hinum furðulegustu stöðum, heldur að halda snjallsímanum sínum í heljargreipum í hinum óheppilegustu aðstæðum.

Athæfið mætti kalla öfgafullt símaklíp (e. extreme phone pinching) en það felst í því að halda snjallsíma á lofti, milli vísifingurs og þumals, og vonast til þess að missa hann ekki.

Vinsælt er að halda símum yfir klósettskálum, niðurföllum og svalahandriðum, en athæfið hefur endað ansi skrautlega hjá mörgum og margir símar verið eyðilagðir.

Að sögn Daily Mail var það bandarísk hljómsveit að nafni Twenty One Pilots sem hóf tískubylgjuna, en aðdáendur sveitarinnar hafa síðan keppst við að deila myndböndum af aðförum sínum á samfélagsmiðlum, en nokkur slík má sjá hér að neðan..



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes