Segir sögusagnir um rifrildi aumkunarverðar

Damon Albarn og Alex James, fyrrum meðlimir sveitarinnar Blur.
Damon Albarn og Alex James, fyrrum meðlimir sveitarinnar Blur. mbl.is/AFP

Damon Albarn, fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Blur, segir sögusagnirnar um rifrildi hans og söngkonunnar Adele aumkunarverðar. Forsaga málsins er sú að Adele bað Albarn um að koma fram á nýrri plötu hennar, 25. Samstarfið gekk ekki sem skyldi, en söngkonan endaði á því að nota ekkert að efninu sem þau unnu að saman.

Samkvæmt Daily Mail gaf Albarn það í skyn í viðtali sem birtist í september að hann væri óánægður með að Adele hefði sóað tíma hans.

„Adele bað mig um að vinna með sér og ég tók mér tíma til þess. Mun hún nota eitthvað af efninu mínu? Ég held ekki.“

„Þannig er mál með vexti að hún er mjög óörugg, en hún þarf þess ekki.“

Í kjölfarið svaraði Adele fyrir sig í viðtali við Rolling Stone þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum sínum með samstarfið við Albarn.

„Þetta var klassískt dæmi þess að maður eigi ekki að hitta átrúnaðargoðin sín. Það sorglegasta við þetta allt saman er að ég var svo mikill aðdáandi Blur þegar ég var að vaxa úr grasi. Þetta var sorglegt og ég sé eftir því að hafa eytt tíma með honum.“

Albarn segir nú að orð hans hafi verið tekin úr samhengi og að málið allt sé hið aumkunarverðasta.

„Þetta er ekki einu sinni satt. Það er ótrúlegt að sjá hvernig fólk getur eytt púðri í eitthvað, sem ekkert sannleiksgildi er í, breyta því í eitthvað annað og sjá hver viðbrögðin við því verða.“

Hann bætti jafnframt við að viðbrögðin við deilunum hefðu verið mikil.

„Fólk var ekki vinsamlegt. Þetta var upplýsandi. Ég er þó vanur þessu, ég er hér því ég elska að skrifa tónlist og það eru mikil forréttindi.“

Adele sér eftir að hafa eytt tíma með Damon Albarn.
Adele sér eftir að hafa eytt tíma með Damon Albarn. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes